Allan er fæddur í Vestmannaeyjum seint í janúar 1960. Flutti frá eyjum 23 janúar 1973 þegar eldgos hófst á Heimaey. Fyrstu árin eftir gos bjó hann foreldrahúsum í Kópavogi, eftir það í Reykjavík, Akureyri um tíma og seinustu áratugi í Garðabæ. Rafvirki að mennt. Starfar hjá Orku Náttúrunnar við virkjanarekstur og viðhald gufuaflsvirkjana. Eignast fyrstu myndavél 1970 þá 10 ára, kassavél 6×6 format (120mm filma), þessi vél varð eftir og fór undir hraun 1973. Sumarið 1973 Kodak Pocket Instamatic 400 notuð í nokkur ár. 1976 þá kemur 35mm Agfa Optima 200 notuð til 1982, þá kemur Minolta Maxxum 7000 sem er enn notuð. Hefur starfað í félagi með mörgum áhugaljósmyndurum í gegnum tíðina, við studio myndatökur, framköllun á filmum og framköllun á pappír, m.a Sibacrome, tekið mörg námskeið í ljósmyndun og framköllun og vinnslu BW og lit mynda í myrkrakompum, grafískri myndvinnslu og fl. í dag vinnur Allan allar stafrænar myndir í ACDsee myndvinnsluforritinu
Allan hefur verið meðlimur í Blik síðan snemma árs 2018.
vélar:
Minolta Maxxum 7000,
Sony Alfa 100,
Sony SLT A77
Linsur :
Maxxum AF 35-70 F4,
Minolta Maxxum AF 70 – 210 F4 ,
Minolta Maxxum AF 50 F1.4
Minolta Maxxum AF 300 F2.8,
Sony AF 70 – 200 F2.8 ,
Sony AF 500mm F8 Reflex ,
Sony AF 18-135 ,
Sigma AF 17-70 F.2.8 micro Tamron AF 10-24 F3.5