Lög félagsinns

LÖG FÉLAGSINS:

Lög Bliks, ljósmyndaklúbbs stofnaður 10. maí 2008

1.gr.
Nafn félagsins er: Blik, ljósmyndaklúbbur. Kt. 560508-2200

2.gr.
Heimili félagsins er heimili formanns hverju sinni og varnarþing í Árnessýslu.

3.gr.
Tilgangur félagsins er að efla og styrkja vitund um ljósmyndina, varðveisla á þeim menningarverðmætum sem ljósmyndir eru í víðum skilningi og fleira sem tengist með beinum eða óbeinum hætti ljósmyndun.

4.gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná, t.d. með sýningarhaldi, kynningum, fræðslufundum, ljósmyndaferðum, læra hvert af öðru og fleiru sem eflt getur áhuga og virðingu fyrir þessum miðli. Einnig að leita leiða til að koma verkum sínum á framfæri t.d. með heimasíðu o.fl.

5.gr.
Stofnfélagar eru 27. Sjá nafnalista í frumútgáfu laganna.

6.gr.
Rétt til veru í félaginu hafa allir þeir, sem áhuga hafa á ljósmyndum, ljósmyndatökum, myndvinnslu, varðveislu, sýningum, framköllun eða öðru sem tengist ljósmyndun á Suðurlandi.

7.gr.
Stjórnin er skipuð 4 mönnum þar af formanni sem kosinn er (2015) sérstaklega til fjögurra ára, gjaldkera kosnum til þriggja ára, ritara kosnum til tveggja ára og meðstjórnanda kosnum til eins árs. Tveir varamenn í stjórn og 2 skoðunarmenn reikninga skulu kosnir árlega.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1) Ávarp formanns.
2) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3) Skýrsla stjórnar.
4) Reikningar lagðir fram af gjaldkera.
5) Umræður um skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga.
6) Reikningar bornir undir atkvæði.
7) Skýrslur nefnda.
8) Lagabreytingar.
9) Félagsgjöld ákveðin.
10) Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
11) Kosning nefnda.
12) Önnur mál.

8.gr.
Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. mars ár hvert. Starfstímabil félagsins er 1. apríl – 31. mars ár hvert, en reikningsskil miðast við almanaksár. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðarétt á aðalfundi.

9.gr.
Árgjald félagsins skal ákvarða á aðalfundi sem haldinn er í marz ár hvert og skal það árgjald gilda fyrir komandi starfsár. Stjórn klúbbsins skal leggja fram tillögu að árgjaldi fyrir hvern aðalfund. Árgjald skal innheimt fyrir 1. maí með innheimtuseðli í heimabanka. Ef fleiri en einn fjölskyldumeðlimur með sama lögheimili eru í klúbbnum, greiðir einn fullt árgjald og aðrir 50% af árgjaldi. Gjaldkera er heimilt að sameina þær greiðslur á einn innheimtuseðil. Félagsmenn yngri en 18 ára skulu undanþegnir félagsgjaldi

10.gr.
Félagið getur aflað fjár með styrkjum, gjöfum, þátttökugjaldi á sýningum og útrásarverkefnum.
Félagið getur ekki skuldbundið félagsmenn sína á nokkurn hátt.

11.gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi.
Leggist félagið niður af einhverjum ástæðum skulu eignir þess ef einhverjar eru renna til Ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Ákvörðun um slit félagsins verður ekki tekin nema með meirihluta atkvæða fundarmanna.

12.gr.
Markmið áhugamannafélagsins er ekki að afla félagsmönnum eigna og samrýmist það því ekki tilgangi slíks félags að ráðstöfun eigna við slit þess sé til félagsmanna sjálfra.

Lög þessi voru samþykkt á fundi félagsins og öðlast gildi við undirskrift stjórnar.

Selfossi 10. maí 2008

Breytingar gerðar samkvæmt samþykktum á aðalfundi 2024.

Breytingar gerðar samkvæmt samþykktum á aðalfundi 2015.
Breytingar gerðar samkvæmt samþykktum á aðalfundi 2013.
Breytingar gerðar samkvæmt samþykktum á aðalfundi 2012.
Breytingar gerðar samkvæmt samþykktum á aðalfundi 2010.