Hvað er Blik

HVAÐ ER BLIK

BLIK er klúbbur fyrir áhugafólk um ljósmyndun. Meðlimir koma víða af á Suðurlandi, vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu. Félagar eiga allir það sameiginlegt að hafa  brennandi áhuga á ljósmyndun. Félagsaðild að Blik er opinn öllum þeim er vilja auka þekkingu sína sem ljósmyndarar og miðla af reynslu sinni til annara félaga.

HVERNIG STÖRFUM VIÐ

Störf Bliks yfir tímabilið sept – maí samanstendur af félagsfundum á tveggja vikna fresti  , dóta fundum einu sinni í mánuði.  Félagið stendur  einnig fyrir sameiginlegum ljósmyndasýningum og styttri og lengri ferðum

HÓPURINN 

Viðburðir

FÉLAGSFUNDIR

Blik heldur félagsfundi á tveggja vikna fresti frá september til maí. Á þeim fundum er leitast við að fá   fyrirlesara með fræðsluefni varðandi ljósmyndun. Einnig koma ljósmyndarar, lærðir sem leiknir og sýna okkur afrakstur starfa sinna.

SÓFAFUNDIR _ DÓTAFUNDIR

Sófafundir _ Dótafundir  eru haldnir  um það bil  einu sinni í mánuði frá september til maí. Á þessum fundum koma félagar með sínar myndavélar, linsur  og fylgihluti. Alt frá öflugustu atvinnumanna tækjum til hinna smæstu fylgihluta. Fundir þessir eru hugsaðir til að miðla og sækja þekkingu á viðkomandi tækjum.

LJÓSMYNDAFERÐIR

Á hverju ári er stefna sett á þrjár til fjórar ljósmyndaferðir. Þá er bæði um skemmri og lengri ferðir að ræða.  Myndin hér til hliðar er af nokkrum félögum Bliks í ferð  til Færeyja 2019

SÝNINGAR

Ljósmyndaklúbburinn hefur frá stofnun haldíð sýningu í tengslum við Vor í Árborg. Einnig hefur klúbburinn verið með sýningar í Perlunni, Hótel Örk og víðar.