Sólveig Stolzenwald

Sólveig Stolzenwald  f. á Hellu á Rangárvöllum 1952.  Fæddist í litlu húsi við bakka Rangár  og hef búið á Hellu síðan. Ég ólst upp við að alltaf var verið að taka myndir man eftir mirkraherbegi sem var mikið framkallað í  , þetta allt var mjög spennandi .  Ég eignaðist mína fyrstu myndavél  9 ára gömul  Belfoca1  sem pabbi gaf mér,  síðan kom Kodak instamatic 2 týpur eins og allir áttu   síðan notaði ég líka myndavélar frá pabba fór í fyrsta skipti til Englands 25 ára og keypti mér alvöru græju að mínu mati  Praktica tók margar myndir á hana. Síðan kom Canon allt voru þetta filmuvélar,  þá kom digital æðið þegar það byrjaði eignaðist ég tvær Canon litlar velar, Olympus 510 kom næst og í dag á ég Nikon D7000 sem ég hef verið mjög ánægð með og þykir óndanlega gaman að taka myndir. Fór á ljósmyndanámskeið á Selfossi og framhaldsnámskeið í Hveragerði þar kveiknaði hugmynd að stofnun  ljósmyndaklúbbs á Suðurlandi 2008 sem ég hef verið í síðan og á  hug minn og hjarta.  Tekið þátt í öllum sýningum klúbbsins sem hafa farið víða, Vor í Árborg, Hafnardagar í Þorlákshöfn,  Hótel Örk á blómstrandi dögum og Perlan Reykjavík