Aðalfundur 2024

Aðalfundur 2024

Aðalfundur BLIK Ljósmynda klúbbs haldin að Austuvegi 56 Selfossi 20.mars 2024 kl. 19:30.

Sólveig Stolzenwald formaður Blik setur fundinn og óskar eftir að kosin sé fundarstjóri.

Jón Ágúst Jónson var kosin fundarstjóri að því loknu tók Jón Ágúst við fundinum.

Ritari fundarins Allan Ragnarsson.

Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins sem er svo hljóðandi:

1) Ávarp formanns.

2) Kjör fundarstjóra og fundarritara.

3) Skýrsla stjórnar.

4) Reikningar lagðir fram af gjaldkera.

5) Umræður um skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga.

6) Reikningar bornir undir atkvæði.

7) Skýrslur nefnda.

8) Lagabreytingar.

9) Félagsgjöld ákveðin.

10) Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

11) Kosning nefnda.

12) Önnur mál.

3. Sólveig Stolzenwald gaf skýrslu stjórnar og er hún eftirfarandi:

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2023 -2024

Ég vil byra á að minnast tveggja félaga sem eru látnir á þessu tímabili báðir voru þeir stofnfélagar og í stjórn Bliks.

Ármann Ægir Magnússon og Guðjón Guðvarðarson. Blessuð sé minning þeirra.

Guðjón Guðvarðarsson

Sextánda ár hafið hjá Blik , eftir veturinn finnst manni ekki hafa verið mikið um að vera frekar fámennir fundir en ef maður rifjar upp síðasta ár þá var hellingur sem við gerðum. Í apríl eftir aðalfund 2023 fengum við leifi að sýna myndir frá Helgu Haraldsdóttur áhugaljósmyndara frá Akureyri , Eygló sýndi okkur myndirnar hennar og sagði frá Helgu sem var ljósmyndari af ástríðu. Mjög fróðlegt.

Seinnihlutinn af apríl fór í að skella upp sýningu í Listagjáinni í bókasafni árborgar á met tíma. Leikur að ljósi hét sýningin, og var opnuð 20.apríl

Héldum upp á 15 ára afmæli Bliks þann 10 maí í Kaffi Krús sem var svolítið tákrænt því við byrjuðum þar að funda 2008 . Í tilefni voru teknar myndir af fjórum félögum sem höfðu setið við sama borð á sama stað með fimmtán ára millibili.

Vorfundur var í Setrinu.

Lítið var um að ljósmyndaferðir væru farnar þetta tímabil sem við söknum mjög , þó var ein tilraun gerð að fara í íshella í Kötlujökuli en sú ferð féll niður, einnig að Brúarfossi þá var eingin þáttaka, við eigum bara að fara þó það séu aðeins tveir, það smitar frá sér.

Byrjuðum svo að um haustið á okkar reglulegu fundum

Í september vorum við með 3 fulltrúa frá Álfkonum sem er 17 kvenna áhugaljósmyndaraklúbbur sem hefur aðsetur á Akureyri, þessum fundi var steymt í fyrsta skipti sem mjög kom vel út og Eygló stjórnaði.

Þær fóru yfir sína starfsemi sem er mjög öflug og kom okkur Blikurum verulega á óvart.

Seinni fundurinn í sept var Finnur Andrésson áhugaljósmyndari og nýr félagi í Blik. Hann sýndi okkur myndir sýnar og sagði frá hvað hann er að gera. Þetta var skemmtilegt.

Hann fór seinna yfir Instagram sem félagar ættu að skoða betur og nú er búið að stofna Blik síða þar, hvetjum félaga að setja inn myndir þar því, þar eru fylgjendur. Nota sem er í boði. Spurning Tik tok ?

Síðan tókum við þátt í fyrsta skipti í menningarmánuði Árborgar í október sem hefur staðið til nokkuð lengi og voru með sýningu á skjá í Bókasafni árborgar, þetta kom ekki eins vel út og við hefðum viljað hefði þurft að vera helmingi stærri skjár því þetta var flott sýning um 300 myndir

Blik var með opið hús í tengslum við myndlistafélagið sem er nýtt á þessum tíma og var svo skemmtilegt settum upp studeó og buðum gestum að taka af þeim myndir, kaffi og konfekt í boði, fengum fullt af gestum.

Við fengum Þorsteinn Valsson í ljósmyndaklúbbnum 860+ Hann sýndi myndir og sagði frá klúbbnum sínum og einnig fengum að ferðast með honum með í Flugbjörgunnarsveitarferðum á ótrúlegu stöðum. Fróðlegt og skemmtilegt.

25 okt voru Blikfélagarnir Hálfdán ,Sölvi, Allan og Eygló með myndasýningar. Mjög skemmtilegur fundur.

Í nóvember fengum við í heimsókn Eyþór Inga Jónsson tónlistamann og ljósmyndara frá Akureyri, ekki á fundinn en fundi var Streymmt , Eygló sá um að stjórna því.

08. nóv fengum Daníel Bergmann fuglaljósmyndara með meiru við sátum frá 19:30-21:30 án þess varla að stoppa, tíminn flaug það kvöld. Magnaður fundur.

16 nóv .fórum við í miðbæ Selfoss að mynda því þá var kveikt á jólaljósum í bænum og allskonar uppákomur.

Blik endurtók leikinn og við höfðum opið hús þann 2. desember og einnig sett upp ný ljósmyndasýning í Setrinu á met tíma, þar sýna 10 félagar 20 myndir, bæði í lit og svarthvítar, í endurbættri aðstöðu til sýningarhalds.

Höfðum einnig opið aftur á laugardaginn 9. desember frá kl. 12-17. Sannkölluð jólastemmning með kaffi og piparkökum.

Enduðum árið 2023 með jólahitting í Setrinu.

Árið 2024 byrjuðum við fundi.

Fyrri fundurinn í janúar varð hinn ágætasti spjallfundur.

Annar fundurí janúar og sá fámennasti en höfðu sennilega mest fyrir þeim fundi bárum upp græjur og leiktæki í kílógavís sem betur fer lifta á staðunum en þetta var skemmtilegur fundur.

Á seinnifundinn fengum við gesrt Friðrik Hreinsson áhugaljósmyndari hann sýndi okkur allt um himinnhvolfið.

Sáum bara stjörnur þegar við fórum heim sem sumum þótti ekkert leiðinlegt.

21 febrúar fengum við Haukur Snorrason, ljósmyndari, ferðaþjónustubóndi, rithöfundur og margt fleira. Hann sýndi okkur myndir úr lofti því hann flýgur sjálfur af hálendi Íslands. Alveg magnaður fundur.

6. marz Rut Hallgrímsdóttir heiðursfélagi hjá ljósmyndafélagi Íslands. Hún sýndi okkur myndatökur í studeo og fór með okkur á heimaslóðir Eyglóar Rauðasand ,hún gaf bók um Rauðasand. Fróðlegt og skemmtilegt.

Við höfum fengið átta áhugaverða ljósmyndara hingað til okkar á þessu tímabili hefðum vilja sjá fleiri félaga á þessum skemmtilegu fundum.

Þá eru það líka fundirnir í Setrinu prufuðum að hafa tvo í janúar Enn, fundur 2 féll niðurEnn alltaf líf og fjör fyrir sýningar og erum nú komin með ágætis aðstöðu í Setrinu fyrir félaga að halda t.d. einkasýningu þar. Raggi hreinsaði út snaga og dýnurnar sem tóku mikið pláss fóru lokssins allt gert klárt fyrir málingu , síðan allt þrifið, því Setrið var málað. Síðan sagað og gerði klárt fyrir studío.

Settum upp brautir sem kemur mjög vel út þar á Jonni heiðurinn með borvélina og hallamælinn.

Allan setti fom í gluggana svo hægt væri að hafa myndir þar.

Hvetjum félaga að nota prentarann sem við erum svo heppin að eiga. Eygló á þakkir skilið fyrir að vera alltaf reiðurbúin að prenta fyrir félaga.

Síðast hittingur í Setrinu var mjög líflegur Hallgrímur sýndi okkur hvernig hann vinnur mynd.

Enn ætlum við að taka þátt í Vor í Árborg 16 árið sem við gerum það og nú í Miðbæ Selfoss.

Að lokum viljum við þakka félögum fyrir samveruna.

F.h. stjórnar,

Sólveig Stolzenwald

4 Reikningar lagðir fram af gjaldkera.

Eygló Aradóttir gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins og gerði mjög góða grein fyrir þeim. Tillaga kom um að nota hámarks afskrifitir af tækjum og tólum klúbbsins.

5 Umræður um skýrslu og endurskoðaða reikninga.

Engar umræður voru um skýrslu stjórnar né um framlagða reikninga.

6 Reikningar bornir undir atkvæði.

Reikningar voru samþykktir einróma.

7 Skýrslur nefnda.

Engar skýrslur komu frá nefndum , enda flest upptalið í skýrslu stjórnar.

8 Lagabreytingar.

Tillaga kom frá Eygló Aradóttur gjaldkera um breytingar á gr. 9 í lögum félagsins er varða félagsgjöld. Tillagan hljóðar svo:

““Árgjald félagsins skal ákvarða á aðalfundi sem haldinn er í marz ár hvert og skal það árgjald gilda fyrir komandi starfsár. Stjórn klúbbsins skal leggja fram tillögu að árgjaldi fyrir hvern aðalfund. Árgjald skal innheimt fyrir 1. maí með innheimtuseðli í heimabanka. Ef fleiri en einn fjölskyldumeðlimur með sama lögheimili eru í klúbbnum, greiðir einn fullt árgjald og aðrir 50% af árgjaldi. Gjaldkera er heimilt að sameina þær greiðslur á einn innheimtuseðil. Félagsmenn yngri en 18 ára skulu undanþegnir félagsgjaldi.”.

Tillaga var samþykkt einróma.

9 Félagsgjöld ákveðin

Stjórnin lagði til að félagsgjöld yrðu óbreytt eða 5000 kr. Fyrir næsta starfsár.

Var það samþykkt af fundarmönnum.

10 Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

Breytingar urðu í stjórn félagsins þer sem Eygló Aradóttir baðst undan stöðu gjaldkera og gaf Þorvaldur Egilsson kost á sér í starfið.

Stjórn Bliks, ljósmyndaklúbbs 2024 skipa:

Sólveig Stolzenwald Formaður

Þorvaldur Egilsson Gjaldkeri

Allan Ragnarsson Ritari

Ragnar Sigurjónsson Meðstjórnandi

Varamenn í stjórn:

Eygló Aradóttir Varamaður

Sandra Dís Sigurðardóttir Varamaður

Skoðunarmenn reikninga:

Guðjón Egilsson

Jón Ágúst Jónsson

Nefndir 2024

Ferðanefnd:

Allan Ragnarsson

Halla Eygló Sveinsdóttir

Ragnar Sigurjónsson

Kynninarnefnd:

Ragnar Sigurjónsson

Umsjónarmaður aðstöðu í Setrinu:

Eiríkur Þór Sigurjónsson

Umsjónarmaður heimasíðu:

Sandra Dís Sigurðardóttir

Sýningarnefnd:

Inga Heiða Heimisdóttir

Birkir Pétursson

Finnur Andrésson

# 12 Önnur mál

Finnur og Birkir opnuðu umræður um fyrirkomulag sýningar sem fyrirhuguð er undir merkjum „Vor í Árborg“ rætt um fjölda mynda á sýningu sem verður dreifð um miðbæ Selfoss, takmarkað veggpláss og takmörk á myndiefni sem þarf að hafa í huga .

Eftir það sleit fundarstjóri fundi og bauð til borðhalds.

Fjörugar samræður undir veitingum á kaffistofu lofa góðu um það sem framundan er .


Eldri fréttir